PALS

PALS lestrarþjálfun

Paralestur:

Nú í vetur mun Setbergsskóli nota PALS lestrarþjálfun í námi nemenda í 2.-7. bekk.  PALS stendur fyrir Peer Assisted Learning Strategies og hefur fengið íslenska heitið Pör Að Læra Saman. PALS er lestrarþjálfunaraðferð þar sem nemendur vinna tveir og tveir saman og fara í gegnum ákveðið ferli. Annar nemandinn les en hinn þjálfar og svo er skipst á hlutverkum. Sá sem byrjar að lesa kallast 1. lesari og sá sem les svo kallast 2. lesari. Kennslustundin skiptist í paralestur, endursögn, að draga saman efnisgreinar og forspá.

Endursögn:

Fyrsti lesari les í 5 mínútur. Annar lesari leiðréttir lesturinn eftir ákveðnu ferli og gefur stig. Eftir 5 mínútur er skipt um hlutverk. Annar lesari les sama texta og fyrsti lesari.

Annar lesari endursegir það sem hann var að lesa. Fyrsti lesari spyr:

1. Hvað gerðist fyrst?

2. Hvað gerðist næst?

Að draga saman efnisgreinar:

Svona gengur þetta í 2 mínútur.

Fyrsti lesari les eina efnisgrein í einu. Annar lesari spyr:

1. Hver eða hvað er mikilvægast?

2. Lýstu því mikilvægasta.

3. Um hvað er efnisgreinin? Segðu frá í 10 orðum (eða færri).

Þetta endurtekur sig í 5 mínútur og þá er skipt um hlutverk.

Forspá:

Annar lesari spyr fyrsta lesara:

1. Hvað heldurðu að gerist næst ?

2. Lestu hálfa blaðsíðu.

3. Rættist spáin?

Þetta endurtekur sig í 5 mínútur og þá er skipt um hlutverk.

Alls tekur ferlið um 35 mínútur en nemendur fara í PALS þrisvar sinnum í viku í 16 vikur í senn. Þar af eru fjórar vikur í innleiðingu og 12 vikur í þjálfun. Skipt er um félaga á fjögurra vikna fresti. Markmiðið með þessu verkefni er að bæta lestrarfærni nemendanna en bandarískar rannsóknir sýna miklar framfarir hjá nemendum sem fá PALS lestrarþjálfun.

Pals - tímabil

September, október, nóvember, desember og janúar:  4. MK, 5. MB og 6. bekkir

Eftir áramót: 2. og 3. bekkir, 4. HD og 5. HB.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is