• Vnir

Leiðarljós skólans eru:

25.11.2013

VirðingVíðsýniVinsemd

Með skólastarfinu viljum við auka víðsýni nemenda með því að veita þeim tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni til að temja sér vinnubrögð sem stuðla að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Með aukinni menntun eflum við skilning okkar á kjörum fólks, umhverfi, þjóðfélaginu, sögu þess, sérkennum og skyldum einstaklingsins við samfélagið. Skólastarfið miðar að því að leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Í samskiptum okkar innan sem utan skólans sýnum við vinsemd í verki, hverjum sem við mætum. Kjörorð skólans er „Mennt er máttur“.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is