Upplýsingar frá Krakkabergi

21.8.2019

Kæru foreldrar og forráðamenn

Síðustu dagar leikjanámskeiða eru að hefjast en lokadagur mun vera miðvikudaginn 21.ágúst.
Þann 22.ágúst er LOKAÐ hjá okkur í Krakkabergi en opnum svo eftir skólalok (kl: 13:30) föstudaginn 23.ágúst.

Hefðbundin skóladagskrá hefst svo mánudaginn 26.ágúst og er opnunartími krakkabergs frá kl 13:30-17:00.
Hægt er að hafa samband í Krakkaberg í síma 565-1031 (eftir kl 13:00) eða í gegnum tölvupóst á krakkaberg@hafnarfjordur.is . Ég minni á mikilvægi þess að láta vita ef barn á ekki að mæta í krakkaberg einhvern daginn eða fer heim með öðrum en foreldrum/forráðamönnum sínum.

Ég vil biðja þá sem eiga eftir að skrá barn sitt í Krakkaberg fyrir næsta skólaár um að gera það sem fyrst en hafa í huga að barnið gæti lent á biðlista. Hægt er að skrá barn í frístund á mínum síðum hjá heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar (www.hafnarfjordur.is umsókn, skrá barn í frístund/ klúbb).

Hlökkum til samstarfssins í vetur,
Kveðja starfsfólk Krakkabergs. 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is