Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

10.8.2016

Skólasetning í Setbergsskóla verður sem hér segir:    

· 8:30: 2. og 3. bekkur · 9:00: 4. og 5. bekkur 

·9:30: 6. og 7. bekkur · 10:00: 8. bekkur · 10:30: 9. og 10. bekkur  

Fyrirkomulag skólasetningar er á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur.

Gera má ráð fyrir að nemendur í 2. – 10. bekk séu í skólanum í 40 – 60 mínútur á skólasetningardegi.   Foreldrar eru velkomnir með nemendum á skólasetningu.  

Nemendur í 2. – 10. bekk mæta í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í samtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst. Tímasetningar verða sendir í pósti til foreldra.

 

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is