Skáld í Setbergsskóla

5.12.2017

Í síðustu viku fengum við góða gesti í heimsókn. Þeir Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur komu með frábæra dagskrá um Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson. Þeir sögðu sögu hans og fluttu ljóð og lög við ljóðin hans. Allir nemendur skólans nutu dagskrárinnar.  Þeir Svavar og  Aðalsteinn enduðu á því að segja  við nemendur að eftir svona 100 ár þegar barnabörnin þeirra væru kominn í skólann fengju þau kannski sambærilega dagskrá um MC Gauta og Úlf Úlf. Við verðum að halda menningu okkar á lofti og flytja menningarverðmætin áfram frá kynslóð til kynslóðar.

TvoThrjuFjogurEitt


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is