Samrómur - leggjum íslenskunni lið.

8.5.2020

Hvað er Samrómur og af hverju þetta verkefni?

Samrómur er hluti af stóru samstarfsverkefni sem miðar að því að gera íslensku gjaldgenga í tölvum og tækjum. Að því koma íslenskir háskólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem munu á næstu árum þróa hugbúnað sem skilur og talar íslensku.

,,Á síðstu árum hefur verið bylting í raddtækni og því hvernig við notum röddina til þess að stjórna tækninni. Íslenskan á undir högg að sækja vegna þeirra öru tæknibreytinga en mörg okkar eiga nú þegar samskipti við tölvur og ýmis tæki á erlendu máli. Fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku."

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig þú hefst handa. (Myndskeið 1,58 mín.) Börn undir 18 ára aldri þurfa samþykki foreldra/forráðamanna.

 Þegar hljóð er tekið upp er hægt að nota litlu heyrnartólin sem fylgja símunum, á þeim er ágætis hljóðnemi.

 

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is