• IMG_2817

Menntabúðir #UTHaf

haldnar hér hjá okkur.

11.2.2020

Það var áhugasamur hópur kennara og annars fagfólks í grunnskólum sem hittist í menntabúðum #UTHaf í gær.

Við erum stolt af okkar fólki sem lagði hönd á plóginn, en Atli, Hanna Guðrún, Helga og Linda Ösp kynntu ásamt UT kennsluráðgjafateyminu fjölmargt þar sem upplýsingatækni eflir starf nemenda okkar og bætir vinnuumhverfi kennara. Umræður voru líflegar í öllum hópum og yfir kaffinu. Það er gefandi að hitta fagfélaga og deila reynslu. 

#UTHaf samanstendur af deildastjórum UT sem starfa við grunnskóla Hafnarfjarðar. 

IMG_2816IMG_2815


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is