Lestrarsprettur í nóvember.

28.11.2019

Í síðustu viku lauk lestrarsprettum hjá öllum árgöngum skólans. Skráð var hversu margar mínútur voru lesnar. Á mið- og unglingastigi skráðu nokkrir árgangar lesturinn á Google Classroom, t.d. las einn bekkurinn 50 mínútur á dag, þar af 15 mínútur upphátt og náðu krakkarnir samtals rúmlega 6000 mínútum af lestri.

Á yngsta stigi notuðu börnin tákn fyrir hversu mikið var lesið. Hvert tákn stóð fyrir 30 – 60 mínútna lestri, eftir aldri barnanna.

Hér má sjá hversu duglegir krakkarnir voru að lesa: 2. bekkur notaði kóngulær til að tákna lesturinn, 3. bekkur notaði fiska og 4. bekkur, ásamt fleiri árgöngum, notaði bókakili.

Á meðfylgjandi myndum má sjá að mikið var lesið og vonum við að börnin haldi áfram að vera svona dugleg að lesa. Uppskeruhátíðir voru haldnar á sal með skemmtiatriðum og svo gerðum við okkur dagamun með því að halda pizzuveislu í lokin.

 




Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is