Kvennafrídagurinn 24. október

21.10.2016

Kæru foreldrar 

Kvennafrídagurinn er á mánudaginn og viljum við hjá Hafnarfjarðarbæ leggja okkar af mörkum og hvetja okkar konur til þátttöku. Ákveðið hefur verið að gefa konum starfandi hjá Hafnarfjarðarbæ frí frá kl. 14:30 þennan dag og gefa þeim þannig kost á þátttöku í skipulögðum hátíðarhöldum á sjálfan Kvennafrídaginn.

Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi 24. október árið 1975. Íslenskar konur komu saman á fundum um land allt en sá fjölmennasti var á Lækjartorgi í Reykjavík og vakti samstaða íslenskra kvenna heimsathygli. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og lamaðist atvinnulífið í landinu að mestu leyti. Dagurinn er ekki lögbundinn frídagur en er þó ávallt kallaður kvennafrídagurinn.  

Leik- og grunnskólahald og starfsemi frístundaheimila leggst niður.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að gera ráðstafanir og sækja börnin sín í síðasta lagi kl. 14:15 mánudaginn 24. október.  Á þetta við um bæði skólastigin og öll frístundaheimili á vegum bæjarins. 

Við þökkum sýndan skilning og vonumst til þess að allar konur taki virkan þátt.  

María Pálmadóttir

Skólastjóri Setbergsskóla



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is