Eineltiskönnun

11.11.2016

Eineltiskönnun er liður í Olweusaráætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun, sem Setbergsskóli tekur þátt í. Áætlunin byggir á kerfi Dan Olweusar, prófessors við Háskólann í Björgvin í Noregi.  

Eineltiskönnunin verður lögð fyrir í 4. – 10. bekkjum á næstu þremur vikum 14. nóvember – 2. desember.  

Niðurstöður könnunarinnar munu liggja fyrir í febrúar og verða kynntar nemendum og foreldrum.

Það er ósk okkar og von að nemendur og foreldrar verði virkir með okkur í aðgerðaráætlun Olweusar gegn einelti.  

Með bestu kveðju, Eineltis- og forvarnarteymi Setbergsskóla

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is