Forvarnaráætlun Setbergsskóla

Stefna skólans í forvörnum:
Markmið með forvörnum er að stuðla að góðri líðan nemenda, jákvæðri sjálfsmynd og lífsýn, heilbrigðum lífsháttum og vinna gegn óæskilegri hegðun.

Forvarnaráætlun skólans skiptist í:

 • Áætlun gegn einelti    
 • Áfallaáætlun
 • Jafnréttisáætlun
 • Viðbragðsáætlanir
 • Vímuvarnir
 • Foreldrasamstarf
 • Stoðþjónusta
 • SMT og Lausnarteymi


Markmið skólans um forvarnir
Skólinn vinnur eftir leiðarljósunum: Virðing, víðsýni og vinsemd og  markmið hans er að skapa þær aðstæður að öllum líði vel við starf og leik. Áhersla er lögð á að samskipti starfsfólks og nemenda einkennist af virðingu. Einnig á öll umgengni að bera vott um ábyrga hegðun og vinsemd. Jafnframt er lögð áhersla á víðsýni nemenda og starfsfólks og viðurkenning á að öll erum við ólík með mismundandi styrkleika og veikleika.
Leiðir að markmiði
Forvarnir eru samofnar öllu starfi skólans til þess eru farnar margvíslegar leiðir. Stefnt er að því að ákveðin fræðsla verði á hverju ári í tilteknum árgöngum.

 • Eineltisfræðsla:  Allir árgangar ár hvert. Sérstök áhersla er lögð á 4., 7. og 9. bekki.
 • Kynlífsfræðsla
     6. bekkur kynþroskafræðsla frá skólahjúkrunarfræðingi.
     7. og 9. bekkir fá sérstaka fræðslu 
 • Tóbaksfræðsla:     Áhersla á 8. bekk
 • Vímuvarnir:  Áhersla á 8. og 10 bekk
 • Áföll og sorgarviðbrögð:    5 . og 6. bekkir
 • Jákvæð netnotkun:    5.-7. bekkir

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is