Nemendafélag Setbergsskóla

Nemendafélag starfar í 8.- 10. bekk. Þar sitja kjörnir fulltrúar og sinna félagsmálum nemenda í unglingdeild. Kosnir eru tveir nemendur úr hvorum 10. bekknum en einn úr hvorum 8. og 9. bekknum.

Skólaárið 2016-2017 voru þessir nemendur kosnir í stjórn félagsins:

Formaður: Júlíus Freyr Bjarnason, 10-MG.

Varaformaður: Gísli Hafþór Þórðarson, 10-GP.

Ritari: Koldís María Eymundsdóttir, 10-GP.

Meðstjórnendur: Ari Karl Pétursson, 10-MG. Eiríkur Viktorsson, 9-SÓG. Birna Vala Eiríksdóttir, 9-SK. Amalía Ólafsdóttir, 8-HS. Rannveig Ögn Jónsdóttir, 8-HLB.

Í Ungmennaráði Hafnarfjarðar eru : ( í vinnslu)

Nemendur funda vikulega.

Deildarstjóri unglingadeildar skipuleggur félagsmál nemenda og leiðbeinir stjórninni. Nemendafélagið undirbýr og skipuleggur félagslíf unglinga svo sem böll og skemmtanir, jólagleði og árshátíð, gefa út símaskrá nemenda, reka sjoppu á skemmtunum og notar hagnaðinn til að greiða niður vorferðir.

Að starfi nemendafélagsins koma einnig kennarar, skólastjórn, húsvörður og félagsmiðstöðin Setrið.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is