Matarmál nemenda

Öllum nemendum skólans stendur til boða að vera í áskrift að heitum mat í hádeginu. Skólaaskur sér um matinn og innheimtu vegna hans. Foreldrar eru hvattir til að virða eindaga innheimtunnar því annars er ekki gert ráð fyrir börnum þeirra í matinn. Nánari upplýsingar er að finna hjá Skólaaski á heimasíðunni: http://skolaaskur.is/. Þeir nemendur sem koma með nesti að heiman snæða það í matsölum skólans ásamt þeim sem eru í mataráskrift. Auk þess geta nemendur í 8. - 10. bekk keypt hressingu í morgunfrímínútum í mötuneyti unglingadeildar.

Foreldrar eru hvattir til að sjá til þess að nemendur komi með hollt og gott nesti með sér í skólann.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is