Nemendaverndarráð

Í Setbergsskóla er starfandi nemendaverndarráð sem fundar hálfsmánaðarlega. Í því sitja: 

  • Jónína Ágústsdóttir, stýrir fundum ráðsins og ritar fundagerðir
  • María Pálmadóttir, skólastjóri
  • Margrét Ólöf Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Carolin Guðbjartsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur
  • Kolbrún Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Tengiliður barnaverndar eftir þörfum

Nemendaverndarráð fjallar um og samræmir störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi sérkennslu, sálfræðiþjónustu og heilsugæslu. Nemendaverndarráð skólans starfar skv. lögum um grunnskóla 91/2008 og reglugerð 584/2010 sem tekur til starfshátta nemendaverndarráða við grunnskóla. Hlutverk þess er að samræma ýmsa sérfræðiþjónustu fyrir nemendur og vera stjórnendum til aðstoðar við gerð áætlana um skipulag og framkvæmd þeirrar þjónustu. Nemendaverndarráð fjallar um málefni nemenda sem lögð hafa verið fyrir ráðið á sérstökum tilvísunareyðublöðum. Skila skal tilkynningum til nemendaverndarráðs til skólastjóra. Alltaf skal tilkynna forráðamönnum um að málefni nemenda séu send til ráðsins.

Nemendaverndarráð fundar hálfsmánaðarlega. Skólastjórar, deildastjórar og námsráðgjafi miðla upplýsingum um nemendur til starfsmanna.

Uppfært 02.11.2022


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is