Einelti

Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram. Mikilvægt er að tilkynna grun um einelti  til umsjónakennara eða annarra starfsmanna skólans til þess að hægt sé að kanna málið. Umsjónarkennari kannar hvort grunur um einelti sé á rökum reistur samkvæmt skilgreiningu skólans. Ef svo reynist vinnur umsjónarkennari áfram að málinu. Eineltis- og forvarnarteymi heldur utan um tilkynningar og fylgist með framvindu mála og veitir ráðgjöf og stuðning við úrlausn þeirra.

Foreldrar geta nálgast hér áætlun skólans gegn einelti.

Einnig viljum við benda á fræðsluhefti frá Heimili og Skóla: Einelti - Góð ráð til foreldra.

Fulltrúar í eineltis- og forvarnarteymi Setbergsskóla skólaárið 2017-2018: 

Kolbrún Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi (teymisstjóri), Hulda Stefánsdóttir íþróttakennari, Helga Magnúsdóttir kennari, Eyrún Ósk Magnúsdóttir þroskaþjálfi, Harpa Dögg Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri Setursins og María Pálmadóttir skólastjóri.

Í Setbergsskóla er litið svo á að það sé samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda og að einelti eigi aldrei rétt á sér.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is