Skólasókn

Allir nemendur byrja með einkunnina 10 í byrjun hvorrar annar.  Umsjónarkennarar fylgjast með skólasóknareinkunn nemenda sinna og gefa þeim og foreldrum þeirra reglulega yfirlit um hvernig þeir standa sig.

Einkunn Úrræði

10 til 8.5

Umsjónarkennari gefur nemanda og foreldrum reglulega upplýsingar um skólasókn.

8.0 til 7.0

 Umsjónarkennari hefur samband sérstaklega við nemanda og foreldra vegna skólasóknar.  *

 7.0  til 5.0

 Umsjónarkennari boðar nemanda og foreldra til fundar ásamt deildarstjóra/námsráðgjafa.  **

4.5 eða lægri

Umsjónarkennari vísar málinu til nemendaverndarráðs.***

*Þegar haft er samband vegna skólasóknar má gera það með tölvupósti, símtali eða fundi til að ræða mikilvægi skólasóknar og mögulegar leiðir til stuðnings. Gott er að tiltaka næstu skref náist ekki að bæta úr.

**Á fundi vegna skólasóknar er leitað lausna og skoðað nánar í hverju vandinn liggur. Nemanda boðinn samningur eða skólakort og sett upp samráð með foreldrum til þess að fylgja málinu eftir.

***Máli vísað til nemendaverndarráðs til nánari umfjöllunnar. Alltaf þarf að láta foreldra vita af tilkynningu til nemendaverndarráðs en samþykki þeirra er ekki nauðsynlegt.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is