Útivistarreglur


Utivistartimi


Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga.

Virðum reglurnar
Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 13 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin. Ein undanþága leyfir þeim að vera lengur en það er þegar þau þurfa að koma sér heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar undanþágur verða æ fátíðari og foreldrar eru látnir vita af þeim.

Foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma og taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni. Foreldrar/forráðamenn bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum.

Virkir foreldrar
Þátttaka foreldra í foreldrarölti hefur stutt við að útivistartíma sé                                                                                      framfylgt  auk þess sem foreldrar hittast og fá tækifæri til að standa enn                                                                        betur saman í að huga að velferð barnanna.

                     Foreldrar, stöndum saman í því að tryggja að börnin okkar alist upp í heilbrigðu umhverfi.


Útivistarreglur

Uppfært: 24.11.2022



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is