Foreldrasamstarf

Foreldrasamstarf

Tilgangur foreldrasamstarfs er að stuðla að gagnkvæmu trausti og virku samstarfi á milli heimilis og skóla með það að markmiði að bæta líðan, öryggi og virkni nemenda. Jafnframt viljum við virkja þátttöku foreldra/forráðamanna í námi barnanna og tryggja að þeir séu vel upplýstir um starfið innan skólans og að þeirra rödd skiptir máli. Það er meðal annars gert með upplýsingagjöf í gegnum mentor, vikupóstum, tölvupósti, símtölum, kynningum á niðurstöðum kannana, haustfundum, á samtalsdögum, bekkjarforeldrafundum og með daglegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Skólaþing eru haldin í samvinnu við skólaráð þar sem fulltrúar foreldra/forráðamanna, nemenda og starfsfólks fá vettvang til samtals og umræðna um ákveðna þætti skólastarfsins.

Haustfundir

Haustfundir eru vettvangur fyrir stjórnendur, umsjónarkennara og foreldra/forráðamenn til að fara yfir grunngildi skólans og eiga samtal um skólastarfið og áherslur þess innan árganga.

Samtalsdagar

Foreldrar/forráðamenn og nemendur eru kallaðir til samtals við kennara tvisvar á ári á sérstökum samtalsdögum sem auglýstir eru á skóladagatali. Það fyrra er að hausti og hið síðara á miðjum vetri. Umsjónarkennarar boða til þessa samtals með viku fyrirvara. Við lok samtalanna skila kennarar samantekt á því helsta sem fram kom í samtölunum til stjórnenda.

Við upphaf skólaárs eru öll sex ára börn boðuð til samtals við umsjónarkennara ásamt foreldrum/forráðamönnum. Fyrir samtalið fá foreldrar sendan gátlista sem fylltur er út heima og nemendur koma með hann í samtalið. Sérkennari hittir nemendur líka og fer yfir þekkingu þeirra á stöfum og stafahljóðum.

Foreldrafélag

Innan skólans starfar foreldrafélag í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk skólans. Félagið hefur verið ötult við að halda fræðslufundi meðal annars um samskipti og líðan barna og stutt dyttilega við bakið á skólanum með ýmsum hætti.

Uppfært: 07.12.2022 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is