Umsjónarmaður fasteigna

Fasteignafélag Hafnarfjarðar er rekstraraðili skólahúsnæðis. Hafsteinn Ingólfsson er umsjónarmaður skólahúsnæðis. Skólastjóri er næsti yfirmaður umsjónarmanns en umsjónarmaður vinnur með stjórnendum á hverri starfsstöð sem hann sinnir.

Umsjónarmaður fasteigna sér um almenna húsumsjón, þ.e. daglegt viðhald og umsjón fasteigna. Í því felst að fylgjast með ástandi húss og lóðar og lagfæra það sem aflaga fer eða sjá til þess að það sé gert. Þá ber umsjónarmaður fasteigna ábyrgð á lyklakerfi stofnana eftir því sem við á og öryggismálum í samstarfi við stjórnendur og öryggisteymi.

Öll þjónusta sem veitt er í byggingum Fasteignafélagsins er veitt á grundvelli gæðakerfa sem sniðin eru að hverju húsi fyrir sig. Megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna og ber að stuðla að því að umgengni um stofnunina verði ætíð sem best. Umsjónarmaður fasteigna er með fastan vinnutíma frá kl. 07:30 til 16:00, eða samkvæmt samkomulagi.

Umsjónarmaður skólahúsnæðis Setbergsskóla er Pétur Pálsson, peturp@setbergsskoli.is

Uppfært 29.09.2023



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is