Umsjónarmaður fasteigna

Fasteignafélag Hafnarfjarðar er rekstraraðili skólahúsnæðis. Starfsmaður fasteignafélags við Setbergsskóla er Hafsteinn Ingólfsson. Hann hefur starfstöð við skólann en er einnig umsjónarmaður leikskólanna í hverfinu. Rekstrarstjóri er næsti yfirmaður umsjónarmanns en umsjónarmaður vinnur með stjórnendum á hverri starfsstöð sem hann sinnir.

Umsjónarmaður fasteigna sér um almenna húsaumsjón, þ.e. daglegt viðhald og umsjón fasteigna. Í því felst að fylgjast með ástandi húss og lóðar og lagfæra það sem aflaga fer eða sjá til þess að það sé gert. Þá ber umsjónarmaður fasteigna ábyrgð á lyklakerfi stofnana eftir því sem við á og öryggismálum í samstarfi við stjórnendur og öryggisnefnd.

Öll þjónusta sem veitt er í byggingum Fasteignafélagsins er veitt á grundvelli gæðakerfa sem sniðin eru að hverju húsi fyrir sig. Umsjónarmaður fasteigna ber ábyrgð á að færa inn allar ábendingar og óskir yfirmanna stofnana  í viðhaldsforrit. Yfirmenn stofnana hafa einnig aðgang að viðhaldsforriti og geta komið með sínar ábendingar til Fasteignafélags.

Umsjónarmaður fasteigna tekur þátt í uppeldis- og umsjónarstarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan stofnunar þar sem það á við. Megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda/notenda og ber að stuðla að því að umgengni um stofnunina verði ætíð sem best. Umsjónarmaður fasteigna er með fastan vinnutíma frá kl. 07:30 til 16:00, eða samkvæmt samkomulagi við Fasteignafélag. 

Umsjónarmaður skólahúsnæðis Setbergsskóla er Hafsteinn Ingólfsson, hafsteinn@hafnarfjordur.is

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is