Skólinn

Skólaárið 2016 - 2017:

Í Setbergsskóla eru um 400 nemendur í vetur. Þeir eru á aldrinum 6 - 15 ára. Bekkjardeildir eru 19. Við skólann er einnig starfrækt námsver fyrir nemendur með einhverfu, námsverið Berg. Í skólanum starfa nú um 40 kennarar auk skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildastjóra. Hér starfa auk þess skólaliðar, stuðningsfulltrúar, matráðar, námsráðgjafi, sálfræðingur, bókasafnsfræðingur, skólaritari, hjúkrunarfræðingur,  auk umsjónarmanns skólahúsnæðis.  Fyrirtækið ISS sér um ræstingu skólahúsnæðis.

Skrifstofa skólans er opin frá 7:45 - 15:00 nema á föstudögum til kl 14:00. Á skrifstofu skal tilkynna forföll nemenda svo fljótt sem kostur er og síðan á hverjum degi sem barnið er veikt. Einnig er hægt að tilkynna veikindi í gegnum Mentor.

Umsjónarkennari, skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri gefa nemendum leyfi frá skóla ef ástæða er til.

Merki skólans er eftir Sigurð Einarsson Sólbergi 2. Rendurnar þrjár tákna setbergið sem er grunnur barnanna. Þau eru á mismunandi aldri, en sækja öll upp á við í þjóðfélaginu.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is