Lausnateymi

Lausnateymi hefur starfað við Setbergsskóla frá árinu 2010. Það er hluti af SMT skólafærni og er til stuðnings kennurum til að finna leiðir til úrlausna vegna nemenda með náms-, hegðunar-, eða samskiptaerfiðleika.

Helstu markmið teymisins eru:

  • að meta þarfir nemenda með hliðsjón af upplýsingum um þá
  • að leita viðeigandi lausna
  • að virkja verkfæri SMT
  • að veita stuðning og ráðgjöf

Starfsmenn geta sent inn tilvísun í lausnateymi ef þeir telja sig þurfa á aðstoð eða stuðningi að halda við notkun SMT verkfæranna. Teymið vinnur alltaf í nánu samstarfi við umsjónarkennara og/eða þann sem leggur málið fram.

Sá sem leggur fram tilvísun er kallaður á fund ráðsins þar sem farið er í lausnaleit. Ef umsjónarkennari er ekki sá sem vísar máli inn er hann samt sem áður kallaður á fund teymisins ásamt þeim sem lagði málið fram. Í framhaldi af þessum fundi er unnin áætlun um næstu skref. Þeir sem í ráðinu sitja skipta með sér málum og umsjón þeirra ásamt þeim sem vísuðu málinu til teymisins. Lausnateymið vinnur náið með SMT teymi og nemendaverndarráði.

Lausnateymið er skipað Sif Stefánsdóttur aðstoðarskólastjóra, Hafdísi Ásgeirsdóttur deildarstjóra, Margréti Ólöfu Jónsdóttur deildarstjóra, Kolbrúnu Björnsdóttur náms- og starfsráðgjafa, Halldóru Láru Benónýsdóttur umsjónarkennara, Jóhönnu Björgu Másdóttur þroskaþjálfa, Unni Hjartardóttur umsjónarkennara og Samúel Ívari Árnasyni íþróttakennara.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is