Ráðgjöf og sálfræðiþjónusta

Við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar starfa ýmsir sérfræðingar. Telji skóli, forráðamenn eða nemendur þörf fyrir sérfræðilega ráðgjöf sem skrifstofan getur veitt eru þær óskir teknar fyrir á fundum nemendaverndarráðs skólans og ákveðið hvort þeim sé vísað til sérfræðinga Skólaskrifstofu.

Sálfræðingur vinnur með nemendum sem eiga í sálrænum og félagslegum erfiðleikum þar sem þessir erfiðleikar hafa áhrif á nám og aðlögun í skóla. Inngrip sálfræðings felur m.a. í sér athugun og mat á þroska, hegðun og líðan nemandans samkvæmt niðurstöðum úr viðtölum, sálfræðilegum prófum, bekkjar- og atferlisathugunum. Sálfræðingur gerir tillögur til úrbóta og veitir ráðgjöf í gerð áætlana um aðstoð við einstaka nemendur í samvinnu við fulltrúa í nemendaverndarráði, kennara og foreldra.

Oftast eru það kennarar og/eða foreldrar barns sem leita eftir aðstoð sálfræðings. Skilyrði fyrir því að sálfræðingur taki mál til vinnslu er að umbeðnar upplýsingar á tilvísunarblaði séu veittar og að skriflegt samþykki foreldra sé fyrir hendi.  Fagstjóri sérkennslu hefur umsjón með tilvísunum sem þarf að skrá á sérstakt eyðublað. Æskilegt er að foreldrar hafi samráð við umsjónarkennarann þegar þeir hyggjast leita eftir sálfræðiþjónustu fyrir barn sitt. Ákvörðun um forgangsröðun mála er tekin af nemendaverndarráði skólans sem hittist vikulega.

Skólasálfræðingur er Viktor Díar. 

Viðvera í Setbergsskóla er á miðvikudögum eftir samkomulagi og fimmtudögum frá kl. 8 - 16 

Netfang hans er :  viktordiar@hafnafjordur.is 

Viðtöl og öll vinna sérfræðinga er unnin sem trúnaðarmál og þeir bundnir þagnarskyldu.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is