6.9.2019 : Haustfundir

Haustfundir á yngsta og miðstigi verða sem hér segir:

...meira

26.8.2019 : Viðurkenning frá fræðsluráði

Í upphafi skólaárs tók starfsfólk Setbergsskóla á móti viðurkenningu fræðsluráðs fyrir lestur og ritun á yngsta kennslustigi. 

...meira

21.8.2019 : Skólasetning

21.8.2019 : Upplýsingar frá Krakkabergi

Þann 22.ágúst verður lokað í Krakkabergi. 

...meira

21.8.2019 : Skólamatur

18.6.2019 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Setbergsskóla lokar frá og með 18. júní og opnar aftur þann 9. ágúst.

7.6.2019 : Afmælishátíð Setbergsskóla

IMG_0495

Þrjátíu ára afmælishátíð Setbergsskóla var haldin miðvikudaginn 5. júní. Gestir voru boðnir velkomnir í skólann þar sem nemendur og starfsfólk tóku á móti þeim og sýndu fjölbreytt verkefni vetrarins.


Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir frábæra samvinnu við undirbúning þessarar hátíðar. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem komu og samglöddust okkar og sendu kveðjur í tilefni dagsins. Veðrið lék við okkur og gleði skein úr hverju andliti.

IMG_0572

Skolastjorar

IMG_0585_1559927317159

IMG_0693

7.6.2019 : Nemendur 10. bekkjar kvaddir.

IMG_0939Útskrift 10. bekkinga fór fram við hátiðlega athöfn á sal skólans þann 7. Júní. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, félagsstörf, framfarir og dugnað.

IMG_0942Foreldrafélag Setbergsskóla hefur ávallt stutt við skólastarfið af miklum myndarskap og staðið fyrir ýmsum viðburðum og fært gjafir. Þetta vorið buðu þau nemendum upp á sýningu töframannsins Einars einstaka og skemmtu nemendur sér vel. Einnig færði nemendafélagið skólanum bolta að gjöf. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur er veittur.

IMG_0984Áður en nemendur héldu til stofu með umsjónarkennurum til að taka á móti útskriftarskírteini fengu þeir rós frá stjórnendum skólans og birkigræðling frá kennurum. Gestum, nemendum og starfsfólki var að lokum boðið upp á kaffi, meðlæti og spjall áður en hópurinn hélt út í sumarið.

Starfsfólk Setbergsskóla óskar hópnum til hamingju með áfangann og góðs gengis við þau viðfangsefni sem þau taka sér fyrir hendur á lífsleiðinni.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Einelti

Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Leiðarljós skólans eru: 

VIRÐING  - VÍÐSÝNI - VINSEMD Starfsfólk skólans vill efla virðingu nemenda fyrir sjálfum sér, foreldrum og öðrum í umhverfinu og einnig fyrir eignum sínum og annarra. Við viljum að nemendur beri virðingu fyrir landinu, náttúrunni og umhverfinu sem við búum í.

...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is