Móttaka erlendra nemenda
Móttaka erlendra nemenda í Setbergsskóla
Skráning í skólann:
- Túlkafundur með foreldrum/forráðamönnum og barni.
- Umsjónarkennara.
- Deildarstjóra viðkomandi aldursstigs.
- Sérkennara.
- Hjúkrunarfræðingi.
- Við upphaf eða lok þessa fundar er farin skoðunarferð um skólann ásamt túlki.
Það sem skólinn þarf að vita:
- Sjá upplýsingablað vegna innritunar nemenda.
Það sem foreldrar þurfa að vita:
- Skólareglur.
- Tilkynningar varðandi veikindi og leyfi.
- Upplýsingar um skóladagatal, stundatöflu, heimabekk og námsbækur.
- Upplýsingar um sund og íþróttakennslu.
- Upplýsingar um skólahefðir svo sem litlu jól og ferðir.
- Fyrirkomulag heimanáms, matarmála og frímínútna (klæðnaður sem hæfir veðri), viðbrögð skólans við óveðri.
- Upplýsingar um heilsdagsskóla.
- Félagslíf, tómstundastarf, leikjanámskeið, vinnuskóli.
- Allar almennar upplýsingar og bréf sem eru send heim svo sem ferðir, myndatökur og lús í bekk ( á vef Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eru til bæklingar um ýmis svona mál á mismunandi tungumálum).
- Upplýsingar um stoðþjónustu skólans (sérkennsla, aðstoð við heimanám, sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf) og heilsugæslu.
Samvinna umsjónarkennara og sérkennara/nýbúakennara:
- Meta stöðu nemandans í íslensku og öðrum tungumálum.
- Útbúa einstaklingsáætlun og stundatöflu fyrir nemandann.
- Vinna námsefni við hæfi.
- Ákveða aðstoðartíma fyrir nemandann.
- Ákveða hvernig námsmati skuli háttað.
Hlutverk umsjónarkennara:
- Að undirbúa bekkjarfélagana undir komu nýja nemandans.
- Hann þarf að hafa góða yfirsýni yfir námsframvindu nemandans.
- Vera í góðu samstarfi við alla kennara sem koma að nemandanum (sjá upplýsingablað fyrir sérgreinakennara um erlenda nemendur).
- Vera í góðu sambandi við heimilið og sjá um upplýsingagjöf frá skólanum.
- Vera í sambandi við starfsfólk móttökudeilda varðandi aðstoð og ráðleggingar ef við á.
- Huga að félagslegri tengingu nemandans í bekknum/skólanum (sjá glærur í möppu frá Huldu Karen um gagnkvæma félagslega aðlögun).
Hlutverk skólastjórnenda og deildarstjóra:
- Vera í sambandi við umsjónarkennara og sérkennara.
- Sjá um að nemandi fái aðstoðartíma í íslensku.
- Sækja um framlag úr jöfnunarsjóði.
- Sækja um undanþágur, frávik og túlka í samræmdum prófum.
- Sækja um túlka.
- Vera í sambandi við móttökudeildir ef með þarf.
Hlutverk sérkennarans/stuðningsaðila:
- Vinna með umsjónarkennara og deildastjóra sérkennslu.
- Undirbúa nemandann undir tíma í bekknum.
- Útvega eða vinna aðlagað námsefni (athuga Kötluvefinn).
- Aðstoða nemandann í prófum.
- Vera nemandanum til halds og trausts.
Ýmsar upplýsingar sem gott er að vita:
- Til að fá íslenskan ríkisborgararétt má viðkomandi ekki hafa þegið félagslega þjónustu.
- Ef nemandi kemur utan EES landa þarf hann að fara í sérstaka læknisskoðun, sjá nánari upplýsingar á vef: http://www.utl.is/leyfi/utan-ees/fjolskyldusameining/barn/
- Sjá glærur frá Huldu Karen Daníelsdóttur Hornsteinar velgengni þar sem finna má ýmisar hagnýtar upplýsingar svo sem vefsíður og ráð varðandi túlkaþjónustu.
- Mikilvægt er að skoða túlkaþjónustu Alþjóðahúss.
- Á heimasíðu Breiðsholtsskóla er að finna hafsjó af fróðleik varðandi móttöku erlendra nemenda og kennarar eru hvattir til að skoða þessa heimasíðu sjá http://www.breidholtsskoli.is/
- Eldri færsla
- Nýrri færsla