Berg – sérdeild fyrir nemendur á einhverfurófi

Berg er sérúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar, fyrir nemendur á einhverfurófinu og  með aðrar fylgiraskanir. Inntaka nýrra nemenda fer í gegnum inntökuteymi, þar sem farið er yfir fyrirliggjandi gögn og farið í vettvangsheimsóknir eftir þörfum. Umsóknarfrestur í deildina er í feb/mars ár hvert. Umsóknir fara í gegnum sérkennslufulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og/eða deildarstjóra sérdeildar.

Sérdeildin hóf starfsemi sína haustið 2007 í Setbergsskóla. Nemendum í Bergi hefur fjölgað töluvert síðustu ár og er fjöldi nemenda í deildinni mismunandi frá ári til árs. Hver og einn nemandi er í sínum bekk og stundar því nám bæði þar og í sérdeildinni. Einstaklingsbundið er hvað hver nemandi stundar mikið nám innan árgangs.

Sérdeildin starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem Dr. Eric Schopler hannaði og setti fram eftir áralangar rannsóknir á bestu kennsluleiðum fyrir nemendur með einhverfu. Hugmyndafræðin felur í sér skipulagða kennslu.  Skipulögð kennsla virkjar sjálfstæði einstaklingsins og stuðlar að því að hann verði öruggur, glaður og fær um að taka eigin ákvarðanir seinna í lífinu. Skipulögð kennsla er kerfi sem skipuleggur aðstæður, notar verkefni við hæfi og hjálpar nemandanum að skilja til hvers er ætlast af honum. Til að ná sem mestum árangri er mikilvægt að endurmeta og þróa nám og kennslu einstaklingsins. Haldið er utanum námsmat og hæfni nemanda í Mentor.

Starfsfólk Setbergsskóla hefur haft hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar til  hliðsjónar varðandi nálgun með nemendum. Þar sem áherslan er að nemendur séu öruggir í sínu umhverfi, auki færni sína og þekkingu. Ásamt því áhersla er á að hvert barn sé þátttakandi í sínu samfélagi.

Sótt er um skólavist á sérstöku umsóknarblaði „Umsókn um sérdeild“ sem má nálgast á heimasíðu allra skóla í Hafnarfirði. Skólavist nemenda er ákveðin af sérstakri inntökunefnd og skal að öllu jöfnu gerast fyrir 1. maí fyrir næsta skólaár. Einnig er hægt að taka inn nemendur á öðrum tímum skólaársins ef inntökunefnd metur svo. Umsókn er hægt að skila í viðkomandi skóla eða á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs.

Aðalmarkmið sérdeildarinnar eru þessi:
  • Virkt foreldrasamstarf.
  • Skipulagt námsumhverfi.
  • Ytra skipulag og innra skipulag.
  • Einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda.
  • Sjónrænt dagskipulag við hæfi hvers nemanda.
  • Markvisst skipulag sem stuðlar að efla sjálfstæði nemenda.
  • Hver nemandi hefur sitt boðskiptakerfi.
  • Nám tengt áhuga, upplifun og reynslu.
  • Unnið er markvisst bæði með blöndun og öfuga blöndun þ.e. nemandi fer yfir í bekkinn sinn og börn úr bekknum heimsækja nemandann sem stuðlar að eflingu félagsþroska.
  • Námsefni sérdeildarinnar eru í samræmi við námskrá skólans og aðlagað að þörfum hvers og eins nemanda.
  • Símenntun fagfólks í sérdeildinni og skólanum er forsenda stöðugrar uppbyggingar í deildinni.

Einkunnarorð námsversins eru:

1.   Segðu mér – Ég gleymi

2.   Sýndu mér – Ég man

3.   Leyfðu mér að reyna – Ég skil

Starfsfólk Bergs skólaárið 2022 - 2023:

  • Hildur Björg Einarsdóttir, sérkennari, deildarstjóri Bergs
  • Björn Karlsson, sérkennari
  • Carina Hjördís J. Andersen, sérkennari
  • Rebekka Yvonne Rogers, leiðbeinandi
  • Anna María Snorradóttir þroskaþjálfi
  • Sigurbjörg Guðdís Hannesdóttir, þroskaþjálfi
  • Dagur Óli Davíðsson, skóla- og frístundaliði
  • Njóla Jónsdóttir, skóla- og frístundaliði
  • Fjóla Björg Þorgeirsdóttir, skóla- og frístundaliði

Uppfært 03.11.2023

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is