Berg - námsver fyrir einhverfa

Námsver fyrir nemendur með einhverfu í Hafnarfirði hóf starfsemi haustið 2007 í Setbergsskóla.  Námsverið starfar eftir hugmyndafræði TEACCH sem Dr. Eric Schopler hannaði og setti fram eftir áralangar rannsóknir á bestu kennsluleiðum fyrir nemendur með einhverfu. 

Hugmyndafræðin felur í sér skipulagða kennslu.  Skipulögð kennsla virkjar sjálfstæði einstaklingsins og stuðlar að því að hann verði öruggur, glaður og fær um að taka eigin ákvarðanir seinna í lífinu.

Skipulögð kennsla er kerfi sem skipuleggur aðstæður, notar verkefni við hæfi og hjálpar nemandanum að skilja til hvers er ætlast af honum. 
Til að ná sem mestum árangri er mikilvægt að endurmeta og þróa nám og kennslu einstaklingsins.

Rannsóknir á kennslu og þörfum nemenda með einhverfu sýna fram á að mikilvægt sé að nýta sér áhugasvið nemenda til að kenna hefðbundin fög eins og stærðfræði, skrift og lestur.

Aðalmarkmið námsversins eru þessi:

 • Virkt foreldrasamstarf.
 • Skipulagt námsumhverfi.
 • Ytra skipulag og innra skipulag.
 • Einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda.
 • Sjónrænt dagskipulag við hæfi hvers nemanda.
 • Markvisst skipulag sem stuðlar að efla sjálfstæði nemenda.
 • Hver nemandi hefur sitt boðskiptakerfi.
 • Mikil áhersla lögð á virkt nám þ.e. að nemandinn upplifi og læri að framkvæma sjálf/ur.
 • Nám tengt áhuga, upplifun og reynslu.
 • Unnið er markvisst bæði með blöndun og öfuga blöndun þ.e. nemandi fer yfir í bekkinn sinn og börn úr bekknum heimsækja nemandann sem stuðlar að eflingu félagsþroska.
 • Námsefni sérdeildarinnar eru í samræmi við námskrá skólans      og aðlagað að þörfum hvers og eins nemanda.
 • Símenntun fagfólks í sérdeildinni og skólanum er forsenda stöðugrar uppbyggingar í deildinni.

Einkunnarorð námsversins eru:

 1. Segðu mér – Ég gleymi
 2. Sýndu mér – Ég man
 3. Leyfðu mér að reyna – Ég skil

Starfsfólk Bergs skólaárið 2016 - 2017 : (í vinnslu)

 • Jóhanna Björg Másdóttir, þroskaþjálfi, deildarstjóri Bergs
 • Eyrún Baldvinsdóttir, grunnskólakennari
 • Hafdís Valdimarsdóttir, stuðningsfulltrúi
 • Hildur Stefanía Árnadóttir, þroskaþjálfi

 • Jóhanna S. Kristmundsdóttir, stuðningsfulltrúi
 • Jón Valur Frostason, grunnskólakennariSetbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is