Móttaka nýrra nemenda

Skráning í skólann:

Skráning í skólann:

  • Nemandi skráður inn í skólann á skrifstofu (sjá skráningarblað sem þar er)
  • Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri tekur á móti nemanda og foreldrum/forráðamönnum og síðan tekur deildarstjóri við og fer yfir ýmsar upplýsingar (sjá neðar á blaði)
  • Farin er skoðunarferð um skólann
  • Nemanda er fundinn bekkur í samráði við deildarstjóra sérkennslu og umsjónarkennara
  • Umsjónarkennari lætur alla kennara sem að nemandanum koma vita af komu hans (á sérstaklega við þegar nemandi kemur í skólann þegar skólastarfið er hafið)
  • Námsráðgjafi hittir alla nýja nemendur þegar þeir eru byrjaði í skólanum og farnir að átta sig aðeins á skólastarfinu.

Það sem skólinn þarf að vita:

  • Sjá upplýsingablað vegna innritunar nemenda
  • Ef um sérþarfir er að ræða þá þarf skólinn að fá upplýsingar um þær með leyfi foreldra

Það sem foreldrar þurfa að vita:

  • Skólareglur
  • Tilkynningar varðandi veikindi og leyfi
  • Upplýsingar um skóladagatal, stundatöflu, heimabekk og námsbækur
  • Upplýsingar um Mentor og fá aðgangsorð
  • Upplýsingar um sund og íþróttakennslu
  • Upplýsingar um ýmsar skólahefðir, t.d. ferðir
  • Fyrirkomulag heimanáms, matarmála og frímínútna (klæðnaður sem hæfir veðri)
  • Upplýsingar um frístundaheimili
  • Félagslíf/tómstundastarf
  • Upplýsingar um stoðþjónustu skólans (sérkennsla, skólahjúkrunarfræðingur sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf)

Samvinna umsjónarkennara, sérkennara og sérgreinakennara ef um sértæka námsörðugleika er að ræða:

  • Meta stöðu nemandans
  • Útbúa einstaklingsnámskrá og stundatöflu fyrir nemandann
  • Vinna námsefni við hæfi
  • Ákveða aðstoðartíma fyrir nemandann
  • Ákveða hvernig námsmati skuli háttað

Hlutverk umsjónarkennara:

  • Að undirbúa bekkjarfélagana undir komu nýja nemandans
  • Hann þarf að hafa góða yfirsýni yfir námsframvindu nemandans
  • Vera í góðu samstarfi við alla kennara sem koma að nemandanum
  • Vera í góðu sambandi við heimilið og sjá um upplýsingagjöf frá skólanum
  • Huga að félagslegri tengingu nemandans í bekknum/skólanum

Hlutverk deildarstjóra í sérkennslu:

  • Vinna með umsjónarkennurum, sérkennurum og sérgreinakennurum
  • Finna nemanda viðeigandi úrræði og námsaðstoð ef þarf
  • Sækja um framlag úr jöfnunarsjóði ef þarf
  • Sækja um undanþágur og frávik í samræmdum prófum ef þarf

Hlutverk námsráðgjafa:

  • Vinna með umsjónarkennara, deildarstjóra sérkennslu og deildarstjórum
  • Vera nemandanum til halds og trausts

Ýmsar upplýsingar sem gott er að vita:


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is