Lítið við á þemadögum í Setbergsskóla

14.3.2018

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Dagana 14. - 16. mars standa yfir þemadagar í Setbergsskóla. Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar, bekkjarbönd rofin og unnið að ýmsum verkefnum í aldursblönduðum hópum. Að þessu sinni er þemað "Snjalli skólinn minn" og vísar til þess að á flestum stöðvum eru unnin verkefni þar sem smáforrit eða tölvutækni er notuð til að efla sköpunarkraft og gleði. Skipulagðar hafa verið 14 stöðvar og skipta nemendur um stöð á 20 mínútna fresti. Unnið verður á stöðvum frá kl. 9:00 - 11:30 miðvikudag og fimmtudag en frá kl. 9:00 - 9:40 á föstudeginum en við endum þemadagana með því að koma saman og dansa súmba á sal skólans.

Við hvetjum foreldra til að líta við hjá okkur þessa daga, fylgjast með því fjölbreytta starfi sem fram fer og taka þátt í gleðinni. Verið velkomin í snjalla skólann okkar!

Bestu kveðjur, starfsfólk Setbergsskóla.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is