Setbergsskóli sigraði í sínum flokki

Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 hjá Samrómi.

28.1.2021

Setbergsskóli

Nemendur tóku þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi, en tilgangur verkefnisins er að safna raddsýnum í þeim tilgangi að tæki okkar geti skilið íslensku. Það voru Heiðrún Ingólfsdóttir og Þorsteinn Darri Ingólfsson sem tóku á móti verðlaununum sem voru þrjár Sphero Spark vélmenni. 

Forsetahjónin tóku vel á móti okkur, buðu upp á djús og upprúllaðar pönnukökur. Forseti Íslands fræddi  þau um Bessastaði á göngu um húsið. Sagan af draugnum sem sagt er að búi að Bessastöðum vakti athygli, en forsetinn sagðist nú ekki trúa henni.

Á síðu samróms segir um tilgang verkefnisins:

Á síðstu árum hefur verið bylting í raddtækni og því hvernig við notum röddina til þess að stjórna tækninni. Íslenskan á undir högg að sækja vegna þeirra öru tæknibreytinga en mörg okkar eiga nú þegar samskipti við tölvur og ýmis tæki á erlendu máli. Fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Þess vegna er mikilvægt að missa ekki af lestinni og nú er hafin vinna við stórt samstarfsverkefni til þess að gera íslensku gjaldgenga í tölvum og tækjum. Að því koma íslenskir háskólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök, sem munu á næstu árum þróa nauðsynlega innviði fyrir hugbúnað sem skilur og talar íslensku. Samrómur verður hluti af þessu verkefni, opið gagnasafn raddsýna fyrir íslensku sem hver sem getur notað til þess að þróa sínar máltæknilausnir. Með þessu tryggjum við öryggi íslenskunnar á stafrænum tímum.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is