Útskrift 10. bekkja

14.6.2016

Við samglöddumst fríðum hópi hæfileikaríkra nemenda við útskrift í Setbergsskóla miðvikudaginn 8. júní 2016. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf í þágu skólans. Haldnar voru ræður og fluttu nemendur úr 7. bekk ljóð sem hæfðu vel þessu tilefni.
Áður en nemendur héldu til stofu með umsjónarkennurum sínum að taka á móti útskriftarskírteini fengu þeir rós frá stjórnendum skólans.
Gestum, nemendum og starfsfólki var að lokum boðið upp á kaffi, meðlæti og spjall áður en hópurinn hélt út í sumarið. Starfsfólk Setbergsskóla óskar hópnum til hamingju með áfangann og góðs gengis við þau viðfangsefni sem hann tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni.

Viðurkenning fyrir góðan námsárangur og störf í þágu skólans:

Nemendafélagið og skólaráð:


Númi Arnarson og Herdís Snorradóttir tóku á móti gjöfum:

Formaður nemendafélagsins hélt ræðu:


Nemendur 7. bekkja fluttu ljóð:

Foreldrafélag Setbergsskóla færði skólanum rausnarlega gjöf:






Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is