Upplestrarkeppni Setbergsskóla

19.2.2016

Upplestrarkeppni Setbergsskóla fór fram miðvikudaginn 17. febrúar. Það voru 11 nemendur úr 7.bekkjunum sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni.
Dómarar í keppninni voru þau Garðar Guðmundsson, Hrönn Bergþórsdóttir og Herdís Snorradóttir.
Nemendur stóðu sig frábærlega vel í upplestrinum, en þeir lásu kafla úr bókinni “Öðruvísi fjölskylda” eftir Guðrúnu Helgadóttur og sjálfvalið ljóð. 
Í fyrsta sæti varð Hekla María Jónsdóttir og hlaut hún að launum bók frá skólanum ásamt eignar- og farandbikar sem gefinn var í minningu Árna Ásbergs Alfreðssonar sem var nemandi hér í skólanum þegar hann lést árið 2003. Systir Árna, Guðný, afhenti verðlaunin.
Í öðru sæti var Anton Fannar Johansen og í því þriðja Snorri Pétur Jökulsson. Þeir fengu einnig bókargjöf frá skólanum.  Kór Setbergsskóla söng, flutt voru tónlistaratriði og Sif Guðmundsdóttir nemandi í 10.bekk söng og spilaði á gítar. Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Hafnarborg þann 8.mars.





Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is