• SMT

SMT-skólafærni

25.11.2013

Í SMT – handbók er að finna kennsluleiðbeiningar sem eru notaðar til að þjálfa og kenna nemendum hverja einustu reglu ásamt kennsluáætlun. Hlutverk umsjónarkennarans er að tryggja að þeirra nemendur fái grunnkennslu og þjálfun í þeim reglum sem í gildi eru í Setbergsskóla. Hlutverk annarra kennara er að kenna þær reglur sem í gildi eru á þeirra svæðum. Það sama gildir um aðra starfsmenn. Allir taka þátt í að kenna og þjálfa nemendur í að framfylgja skólareglum. Þegar nemendur eiga í erfiðleikum með að fylgja reglum og væntingum mun verða litið á erfiðleikana sem tækifæri til að kenna og æfa æskilega hegðun og stuðla að því að nemendur sýni virðingu, víðsýni og vinsemd.  Öllum nemendur er hrósað fyrir að fara að reglum skólans bæði með hvetjandi orðum og „geislum“ sem eru tákn skólans.

Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu við foreldra. Foreldrar bera umfram allt ábyrgð á börnum sínum, það er samstarfsverkefni skóla og heimilis að sjá til þess að allir nemendur virði skólareglur og reglur um ástundun. Í SMT handbók eru allar upplýsingar fyrir starfsfólk varðandi SMT.



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is