Hlutverk nemendafélags er að hvetja nemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðla upplýsingum til samnemenda sinna, kynna bekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma með athugasemdir og málefni inn á nemendafélagsfundi sem bekkjarfélagar þeirra leggja til. Kosið er árlega í stjórn nemendafélagsins. Þau sem eru í stjórn nemendafélags eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendur sem taka þátt í nemendafélaginu öðlast félagslega hæfni og læra skipulagningu. Tveir fulltrúar nemendafélags sitja í skólaráði. Félagsstarf Nemendafélagið aðstoðar félagsmiðstöðina Setrið við ýmsa viðburði, til dæmis böll, árshátíð, jólagleði og söngkeppni. Aðstoðin felur meðal annars í sér að hjálpa til við að gera allt tilbúið fyrir viðburði, finna skemmti- og tónlistaratriði, frágangur eftir viðburði, stýra viðburðum, koma með hugmyndir og hvetja nemendur til þátttöku. Róbert Gíslason deildarstjóri frístundasviðs skipuleggur félagsstarfið ásamt nemendum. Formaður og varaformaður nemendafélagsins eru einnig í undirbúningsnefnd fyrir 221 festival og Grunnskólahátíðina. Fundartími Nemendafélagið fundar einu sinni í viku, á mánudögum kl 9:50, þar sem hin ýmsu mál eru rædd. Nemendafélag 2025–2026 Nafn Bekkur Ása Laufey Hákonardottir 10. bekkur Reynir Örn Sigrúnarson 10. bekkur Særún Elsa Ragnheiðardóttir 10. bekkur Þorri Strand Barkarson 10. bekkur Gabríela Ýr Steinþórsdóttir (varamaður) 10. bekkur Rúrik Davíðsson (varamaður) 10. bekkur Sara María Sigþórsdóttir 9. bekkur Sigurðu Aksel Thoroddsen 9. bekkur Valgeir Orri Þrastarson 9. bekkur Andri Þór Winrow (varamaður) 9. bekkur Snævar Dan Vignisson (varamaður) 9. bekkur Ísabella Guðrún Karlsdóttir 8. bekkur Vilhjálmur Patrick Ragnarsson 8. bekkur Ragnheiður Adela Elmarsdóttir (varamaður) 8. bekkur Soffía Ísabella Bjarnardóttir (varamaður) 8. bekkur