Viðurkenning frá fræðsluráði

26.8.2019

Síðastaliðin fimm skólaár hefur Setbergsskóli unnið að þróun lestrar- og ritunarkennslu í upphafi grunnskólans með aðlögun á kennsluaðferðinni bein kennsla (e. Direct Instruction) inn í daglegt starf á yngsta stigi skólans. Innleiðing á þessu verkefni er gott dæmi um jákvæðar breytingar í skólastarfi þar sem kennsla sjálf verður miðpunktur athyglinnar, þ.e. námsárangur nemenda, fagsamvinna kennara og aðlögun kennslukenninga að staðbundnum aðstæðum. Við þökkum öllum sem komu að þessari þróun og erum stolt af þessari viðurkenningu.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is