Stutt- og hreyfimyndagerð

9.12.2019

Við í Setbergsskóla erum svo lánsöm að fá að taka þátt í alþjóðlega FLY-verkefninu (Film Littercy years), en markmið þess er að við nýtum kvikmyndalæsi í kennslu barna og unglinga.

Tveir kennarar, Helga og Linda Ösp, tóku þátt í stutt- og hreyfimyndagerð FLY og í kjölfarið bauðst hópi nemenda úr 7. og 8. árgangi tveggja daga vinnustofur; annan daginn í hreyfimyndagerð og hinn í stuttmyndagerð undir handleiðslu FLY hópsins.

Það var frábært að fá þetta reynda fagfólk frá Danmörku sem kenndi okkur og nemendum okkar að skipuleggja og móta ferlið frá hugmynd til hreyfi-/stuttmyndar.

Við höfum nú þegar séð hvernig hreyfimyndagerð hefur nýst í verkefni um hamskipti, að þessi vinna dýpkaði skilning nemenda á efninu og gaf þeim kost á að koma því frá sér á skapandi hátt.

Við eigum nú 15 barna hóp úr tveimur árgöngum sem hafa það hlutverk að koma og vera til aðstoðar í öðrum bekkjum sem vilja nýta sér hreyfimyndagerð í námi.

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is