Stofujól og jólaball

11.12.2019

Nú fer að líða að jólum og styttist í stofujóla og jólaböll skólans.

Stofujólin verða fimmtudaginn 19. desember á skólatíma og mega nemendur þá koma með sparinesti. Í Setbergsskóla er sparinesti gos eða ávaxtasafi (hámark ½ l.) og smákökur eða sætabrauð (t.d snúður eða kleinur).

  • Jólakaffihús og leiksýning unglingadeildar verður fimmtudaginn 19. desember kl. 19:30 - 21.30. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Nemendur í unglingadeild verða síðan í fríi föstudaginn 20. desember.
  • Helgileikur og jólaball 1., 3., 5. og 7. bekkja verður föstudaginn 20. desember kl. 9:00 – 10:30.
  • Helgileikur og jólaball 2.,4., og 6. bekkja verður föstudaginn 20. desember kl. 11:00 – 12:30.
  • ATH engin morgungæsla verður í skólanum þann 20. desember vegna skerts dags. Krakkaberg er opið fyrir þau börn sem eru skráð á jólaopnun Krakkabergs. 

Bestu kveðjur,
Starfsfólk SetbergsskólaSetbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is