Sóttvarnir í Setbergsskóla

9.10.2020

Hér fyrir neðan er listi yfir helstu ráðstafanir sem við höfum gripið til svo tryggja megi sem best öryggi nemenda og starfsfólks Setbergsskóla. Við störfum eftir tilmælum almannavarna og þeirra ákvarðana sem mennta- og lýðheilsusvið tekur miðlægt fyrir grunnskóla í bæjarfélaginu í ljósi aðstæðna.

  • Starfsfók skólans sótthreinsar reglulega sameiginlega snertifleti í opnum rýmum og kennslustofum. Einnig eru borð sótthreinsuð reglulega yfir daginn.
  • Aðgengi að spritti er mjög gott á öllum svæðum; í kennslurýmum, matsal, bókasafni, við skrifstofu skólans og á fleiri stöðum.
  • Gætt er fyllsta hreinlætis í matsal nemenda og á kaffistofum. Nemendur og starfsfólk þvær og sprittar hendur áður en það matast.
  • Allur matur er skammtaður á diska nemenda og starfsfólks, bæði aðalréttur og meðlæti.
  • Starfsfólk Skólamatar notar grímur við sín störf. Einnig allir starfsmenn sem koma að aðstoð í matsal.
  • Kaffistofum hefur verið fjölgað og starfsfólki skipt á kaffistofur eftir svæðum og deildum.
  • Samskipti nemenda á milli skólastiga eru takmörkuð eins og kostur er.
  • Kennsla í iþrótta- og og sundtímum verður með breyttu sniði og fer fram utandyra.
  • Foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann nema í undantekningartilvikum og eftir að hafa fengið boð um það. Þeir mæta þá á skrifstofu þar sem tekið er á móti þeim og bera grímu og spritta hendur.
  • Utanaðkomandi aðilar bera einnig grímu og spritta hendur.
  • Ef nemandi gleymir einhverju á að koma með það á skrifstofu og starfsmaður kemur því til nemandans. Foreldri sem kemur með það sem nemandinn gleymdi á að vera með grímu þegar hann kemur inn í skólann og spritta hendur.
  • Nemendur blandast ekki á milli deild á bókasafni. Sér útlánatími er fyrir nemendur yngri-, mið- og unglingadeild.
  • Nemendum sem sækja Krakkaberg er skipt niður á svæði eins og kostur er.
  • Félagsmiðstöðin Setrið er nú aðeins fyrir nemendur skólans og nemendum ekki heimilt að sæka aðrar félagsmiðstöðvar.
  • Samskipti starfsmanna og starfsmannahópa eru takmörkuð eins og kostur er og starfsfólk fer eins lítið milli svæða og kostur er.
  • Starfsfólki er heimilt að vinna saman innan árganga en nýta fjarfundarbúnað til stærri funda.
  • 2m reglan er í gildi innan skólans á milli fullorðinna einstaklinga.
  • 20 fullorðnir einstaklingar geta verið í sama rými á sama tíma ef gætt er að sóttvarnaaðgerðum eins og fjarlægð og sprittnotkun.
  • Nemendur og starfsmenn eiga að vera heima ef þeir finna fyrir einkennum sem gætu bent til Covid.
  • Sóttkví er sambærilegt veikindaleyfi og sömu reglur gilda og um veikindaleyfi. Nemendur fylgja námsáætlun síns bekkjar og sækja nauðsynlegar upplýsingar sem miðlað er af skóla til heimila. Upplýsa þarf skrifstofu um tímabil sem sóttkvíin stendur yfir.
  • Óski foreldrar eftir leyfi frá skóla vegna Covid skal fara að reglum um skólasókn fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2020-2021 um skriflegar leyfistilkynningar https://www.setbergsskoli.is/skolinn/eydublod/
  • Ef upp kemur smit eða grunur um smit, hafið strax samband við skólastjóra maria@setbergsskoli.is.

Ef upp kemur smit í skólum fer smitrakning af stað. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í áframhaldandi sóttkví. Ef skólinn fer í sóttkví, að hluta eða allur, mun heimaskóli taka við. Allar upplýsingar koma frá skólanum og foreldrar upplýstir í gegnum tölvupóst eða sms. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsmenn séu öruggir og viti að í Setbergsskóla er gætt vel að sóttvörnum.

Farið vel með ykkur. Gefið ykkur tíma til að huga að sjálfum ykkur og að ykkar nánustu. Við vinnum í þessu saman.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is