Skólamatur

Kæru foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna

21.8.2019

Kæru foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna

Skráning í hádegismat hefst 22. ágúst á www.skolamatur.is Mikilvægt er að skrá rétt bekkjarheiti nemanda.
Afgreiðsla hádegismáltíða í grunnskólum hefst fyrsta kennsludag. Mataráskriftir eru seldar í áskriftartímabilum en endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega.


Hollt, ferskt og eldað frá grunni eru einkunnarorðin hjá Skólamat. Ferskt grænmeti og ávextir eru í boði á meðlætisbar alla daga. Einnig bjóðum við ávallt upp á veganrétt eða annan léttan valkost samhliða aðalrétti.
Hægt er að fylgist með matseðlinum og fjölbreyttu úrvali rétta á www.skolamatur.is


Verð skólamáltíða er kr. 463. Einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali. Hægt er að greiða með færslu af greiðslukorti, greiðslukröfu í heimabanka/netbanka, eða fá sendan greiðsluseðil gegn gjaldi. Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftartímabils.
Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ekki þarf að endurnýja læknisvottorð milli skólaára nema breyting hafi orðið á ofnæmi eða óþoli.

Sími hjá Skólamat er 420 2500 og netfangið skolamatur@skolamatur.is


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is