Skólakór Setbergsskóla tekur aftur til starfa

7.9.2020

Það er okkur sönn ánægja að láta vita að Skólakór Setbergsskóla tekur nú aftur til starfa eftir nokkurt hlé. María Gunnarsdóttir, tónmenntakennari, er stjórnandi kórsins.

Kóræfingar verða á miðvikudögum kl. 15:00 -16:00 í tónmenntastofu og fer fyrsta æfing kórsins fram miðvikudaginn 9. september. Nemendum í 2.- 6. bekk býðst þátttaka þeim að kostnaðarlausu.

Þeir nemendur sem eru í Krakkabergi og vilja vera með í kórnum fá fylgd starfsfólks Krakkabergs á æfingar og verða sótt og fylgt aftur yfir að æfingum loknum. Aðrir nemendur ganga inn um aðalanddyri skólans.

María Gunnarsdóttir, tónmenntakennari, heldur utan um skráningar og biðjum við ykkur að senda henni póst á netfangið mariag@setbergsskoli.is til að láta vita af þátttöku.

Children-d-choir-1-


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is