Öskudagur 6.mars

Öskudagur er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali hjá öllum nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar. Kennt er frá kl. 8:30 – 11:30.

4.3.2019

Öskudagur er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali hjá öllum nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar. Kennt er frá kl. 8:30 – 11:30.

Fyrstu tvo tímana verður kennsla en eftir frímínútur verður uppbrot á skólastarfinu þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans safnast saman á sal og dansa undir stjórn nemenda í unglingadeild. Nemendur fara með kennurum sínum í stofur eftir dansinn og fá sér hádegishressingu áður en þeir halda heim eða í Krakkaberg.

Þeir nemendur sem eru í mataráskrift fá hádegishressingu í skólanum og þeir sem ekki eru í áskrift koma með sitt nesti eins og venjulega. Allir eru hvattir til að mæta í grímubúningum eða furðufötum þennan dag glöð í bragði.

Krakkaberg verður opið og þeir sem skráðir eru þar fara þangað þegar skóla lýkur.

Kveðja,

starfsfólk Setbergsskóla


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is