Nemendur úr 10. bekk kvaddir

13.6.2018

Útskrift 10. bekkinga fór fram við hátiðlega athöfn á sal skólans þann 7. Júní. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, félagsstörf, framfarir og dugnað.

 

Foreldrafélag Setbergsskóla hefur ávallt stutt við skólastarfið af miklum myndarskap og færði skólanum peningagjöf til ráðstöfunar fyrir tækni og skapandi starf.

 

Hjónin Margrét Guðbrandsdóttir og Stefán Bjarnason færðu skólanum veglega bókagjöf í tilefni þess að yngsti sonur þeirra, Svanberg Addi Stefánsson, var að útskrifast úr Setbergsskóla.

 

Áður en nemendur héldu til stofu með umsjónarkennurum til að taka á móti útskriftarskírteini fengu þeir rós frá stjórnendum skólans. Gestum, nemendum og starfsfólki var að lokum boðið upp á kaffi, meðlæti og spjall áður en hópurinn hélt út í sumarið.

 

Starfsfólk Setbergsskóla óskar hópnum til hamingju með áfangann og góðs gengis við þau viðfangsefni sem þau taka sér fyrir hendur á lífsleiðinni.

Hér má svo sjá myndband frá útskriftinni.

https://www.youtube.com/watch?v=AZaUKBLUDi4&feature=youtu.be


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is