Frístund veturinn 2020 - 2021

8.5.2020

Frístundaheimili eru fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði.
Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur. 
Starfið byggist á vali, hópastarfi, smiðjum og útiveru. Einnig er boðið upp á síðdegishressingu á miðjum degi.

Frístundabíllinn er í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og fer á æfingar hjá þeim félögum sem hafa gert samning við um frístundaakstur. Það er alltaf starfsmaður í frístundabílnum sem passar að börnin fari út að réttum stað og öryggi í bílnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sín sérstaklega í bílinn í genum skráningarkefið Vala frístund . 

Markmið frístundaheimila er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Haustskráning 2020-2021

Autumn registration 2020 - 2021


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is