Fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk 25. febrúar 2020

18.2.2020

Ágætu foreldrar og forráðamenn,

Krakkar-med-krokkum

Verkefnið Krakkar með krökkum er yfirskrift verkefnis gegn einelti sem Heimili og skóli og SAFT vinna í samstarfi við söng- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld og Vöndu Sigurgeirsdóttur í KVAN.

Setbergsskóli tekur þátt í verkefninu að þessu sinni. Nemendur í 9. bekk fá fyrirlestur frá Sölku Sól þar sem hún ræðir um eigin upplifun af einelti. Nemendur í 9. bekk fá einnig fræðslu og þjálfun í að kenna yngri nemendum um samskipti og góðan bekkjaranda.

Öllum foreldrum og starfsfólki Setbergsskóla er boðið á erindi þriðjudaginn 25. febrúar kl: 20:00 – 22:00 þar sem Salka Sól kemur ásamt aðilum frá Heimili og skóla og KVAN. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og láta þetta mikilvæga málefni sig varða. 

Krakkar með krökkum auglýsing


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is