Dagur íslenskra tungu

21.11.2019

Dagur íslenskrar tungu var laugardaginn 16. nóvember 2019 þar sem einn af okkar merku skáldum Jónas Hallgrímsson fæddist á þessum degi. Við í Setbergsskóla héldum upp á daginn með því að hefja upplestrarkeppnina mánudaginn 18. nóvember. Að þessu tilefni voru nemendum í 4. og 7. bekk boðið á sal skólans. Dagskráin var fjölbreytt, nokkrir nemendur úr 5. og 8. bekk lásu ljóð eða brot úr sögu, nokkrar stúlkur úr 6. bekk sýndu dans og stúlka úr 7.bekk söng einsöng. 
Áhorfendur voru til fyrirmyndar og allir þeir sem komu fram stóðu sig vel og sýndu mikið hugrekki. 

Á vef íslenskrar tungu hefur verið safnað saman ýmsum skemmtilegum verkefnum.
Slóðin er: https://mms.is/namsefni/dagur-islenskrar-tungu-verkefnasafn


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is