Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

14.10.2019

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði er nú haldin í fjórða skipti en á nýjum tíma í október. Í ár hverfast viðburðirnir flestir um metsölubækur Gunnars Helgasonar rithöfundar sem hafa fengið framhaldslíf á hvíta tjaldinu og í leikhúsi en 19. október nk. verður leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur bæjarlistamanns Hafnarfjarðar 2019 á leikritinu Mamma klikk! frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu eftir samnefndri bók Gunnars.

· Bóka- og bíóhátíð verður opnuð í Gaflaraleikhúsinu föstudaginn 11. október kl. 9:30 og aftur kl. 10.30 þar fá 4. bekkingar í Hafnarfirði að fylgjast með uppsetningunni á Mamma klikk! Deildarstjórar á yngsta stigi hafa vitneskju um það skipulag. Nemendur í skólum fjær Gaflaraleikhúsinu koma í rútu en þeir sem eru í skóla í göngufæri munu ganga á staðinn.

· Næstu daga verða viðburðir í menningarstofnunum bæjarins, fjölskyldusmiðja í Hafnarborg og fjölbreytt dagskrá í Bókasafni Hafnarfjarðar.

· Þá verður kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum sýnd í Bæjarbíó sunnudaginn 13. október kl. 15 og tilvalið að skella sér í þrjúbíó. Frítt.

· Dagana 14 .- 17. október mun Gunnar Helgason heimsækja nemendur á miðstigi í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar og segja frá og lesa úr bókum sínum.

Bóka- og bíóhátíð barnanna er ætlað að styðja við hafnfirska læsisverkefnið ,,Lestur er lífsins leikur“. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og vekja áhuga barna á að sökkva sér í ævintýraheima bóka og bíómynda.

Bóka og bíóhátíð 2019


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is