Vel heppnaðar Jólaskemmtanir

Nemendur stóðu sig frábærlega!

21.12.2017

Eins og venjulega lauk haustönninni okkar með jólaskemmtunum á sal skólans. Nemendur í 6.bekk sáu um helgileik og  nemendur úr 7. bekk áttu veg og vanda að komu jólasveina og jólasveinka á skemmtunina. 

Krakkar úr 4. bekk sáu um söng í helgileik og svo voru það stúlkur úr 7. bekk sem sungu jólalögin á meðan allir dönsuðu í kringum jólatréð. Svo héldu nemendur út í birtuna og  snjóinn. Komnir í jólafrí.

Starfsfólk Setbergsskóla óskar öllum nemendum og aðstandendum þeirra, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.


IMG_1815IMG_1817IMG_1812IMG_1787IMG_1789IMG_1785IMG_1781IMG_1813IMG_1801IMG_1808IMG_1804IMG_1809IMG_1795IMG_1782IMG_1796


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is