Upplýsingabréf til foreldra og forráðamanna nemenda.

16.3.2020

Kæru foreldrar.

Þar sem óvæntar aðstæður kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs hafa stjórnendur undanfarna daga unnið að skipulagsbreytingum sem verða kynntar í þessu bréfi. Óhjákvæmilega er skólahald ekki með sama hætti og áður og ýmsar breytingar hafa verið gerðar. Starfsfólk skólans hefur í dag skipulagt starfið miðað við þær aðstæður sem okkur eru gefnar.
Húsnæði skólans hefur verið skipt upp í hólf og hefur hver starfsmaður og hver nemandi fengið úthlutað sínu hólfi og kennslusvæði. Deildastjórar eru starfandi í hverju hólfi og eru þeir starfsfólki og nemendum til stuðnings og aðstoðar. Starfsfólk færist ekki til milli hólfa. Ekki mega vera fleiri en 20 nemendur í hverju kennslurými/kennslustofu auk viðeigandi starfsmanna. Ef fleiri en 20 nemendur eru í bekk er skipt í tvo hópa (hóp 1 og hóp 2). Deildastjórar senda póst til foreldra barna í 5., 6., 7. og 10. bekk en þar er bekkjum skipt upp. Allt skipulag miðar að því að nemendur hittist sem allra minnst og skarast skólatími nemenda til að mæta því.

Kennsla á yngsta stigi fer fram með eftirfarandi hætti:

Nemendur í 1. og 2. bekk mæti kl. 11:30. ATH: Í upphafi skóladags fá nemendur í 1. og 2. bekk hádegisverð í stofu kl. 11:30.
Nemendur í 1. og 2. bekk fá kennslu frá kl. 12.00 - 13.20 hjá umsjónarkennara í sinni heimastofu.

Inngangar:

• 1. bekkur gengur inn um miðanddyri (anddyri við stofu 103 – gengið inn frá skólalóð).

• 2. bekkur gengur inn um aðalanddyri.

Eftir kennslu sem stendur yfir í tvær kennslustundir eru þeir nemendur sem skráðir eru í Krakkaberg áfram í stofunni þar sem starfsemi Krakkabergs fer fram. Starfsmenn Krakkabergs taka þar við hópum. Nemendur fá ávöxt áður en haldið er heim.

ATH: Aðeins er boðið upp á frístundastarf fyrir nemendur í 1. og 2. bekk.

Frístundaheimili lokar kl. 15:00 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út úr hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Starfsfólk Krakkabergs stýrir brottför nemenda.

Nemendur í 3. og 4. bekk mæti kl. 11:40. ATH: Í upphafi skóladags fá nemendur í 3. og 4. bekk hádegisverð í stofu kl. 11:40.
Nemendur í 3. og 4. bekk fá kennslu frá kl. 12.10 - 13.30 hjá umsjónarkennara í sinni heimastofu.

• 3. bekkur gengur inn um miðanddyri (anddyri við stofu 103 – gengið inn frá skólalóð).

• 4. bekkur gengur inn um vesturanddyri.

ATH: Ekki verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 3. og 4. bekk.


Kennsla í miðstigi fer fram með eftirfarandi hætti:

Nemendur á miðstigi fá kennslu sem nemur einni klukkustund á dag. Öllum bekkjum er skipt í tvennt (út frá stafrófsröð nemenda) og þeir hittist ekki þegar einn hópur kemur í skóla og annar fer heim. Kennsluhlé er nýtt til að sótthreinsa helstu snertifleti áður en kennsla hefst á nýjan leik. Nemendur fá ávöxt þegar farið er heim úr kennslu.

Deildarstjóri miðstigs sendir nafnalista með skiptingu nemenda í hópa en nemendum er skipt í hópa eftir stafrófsröð.

5. bekkur gengur inn um vesturanddyri og fer beint í sínar heimastofur.

• 5. SJ: Hópur 1 kl. 8:40 – 9:40 og hópur 2 kl. 10:10 – 11:10.

• 5. EE: Hópur 1 kl. 8:40 – 9:40 og hópur 2 kl. 10:10 – 11:10.


6. bekkur gengur inn um anddyri við litla matsal og fer beint í sínar heimastofur.

• 6. GEE: Hópur 1 kl. 8:30 – 9:30 og hópur 2 kl. 10:00 – 11:00.

• 6. MSS: Hópur 1 kl. 8:30 – 9:30 og hópur 2 kl. 10:00 – 11:00.


7. bekkur gengur inn um anddyri við litla matsal og fer beint í sínar heimastofur.

• 7. AKJ: Hópur 1 kl. 8:40 – 9:40 og hópur 2 kl. 10:10 – 11:10.

• 7. HM: Hópur 1 kl. 8:40 – 9:40 og hópur 2 kl. 10:10 – 11:10.


Kennsla í unglingadeild fer fram með eftirfarandi hætti:

Nemendur í unglingadeild fá kennslu sem nemur einni klukkustund á dag. 10. bekk er skipt í tvennt (út frá stafrófsröð nemenda). Tímasetningar skarast til að varna því að nemendur hittist.
Deildarstjóri unglingadeildar sendir nafnalista á 10. bekk með skiptingu nemenda í hópa.

8. bekkur kl. 9:50 – 10:50.
• 8. AR í stofu 211.

• 8. MG í stofu 213.

9. bekkur kl. 10:00 – 11:00.
• 9. LÖG í stofu 117.

• 9. SK í stofu 116.

10. bekkur kl.10:10 – 11:10.
• 10. bekkur í stofu 115 (Zulaia).

• 10. bekkur í stofu 212 (Kjartan).


Almennt og á við um alla nemendur skólans:
Nemendur fara beint í kennslustofur í sínu hólfi og þeir munu ekki hafa samskipti milli bekkja. Nemendur eiga ekki að koma í skólann fyrr en um það leyti sem kennsla hefst en mikilvægt er að nemendur séu stundvísir. Foreldar mega undir engum kringumstæðum koma inn í skólann en fylgja nemendum að því anddyri sem barn þeirra á að ganga um þar sem starfsfólk tekur á móti nemendum. Þegar barn fer heim notar það sama anddyri og þegar það mætir til skóla.


Foreldrar nemenda í Bergi fá sérstakan póst frá deildarstjóra Bergs varðandi dagskipulag í deildinni og því er það ekki tiltekið hér.

Eins og þið sjáið af ofangreindu hafa orðið umtalsverðar breytingar á dagskipulagi okkar. Við þökkum skilning við þessar fordæmalausu aðstæður og væntum góðs samstarfs milli heimils og skóla. Hikið ekki við að hafa samband ef eitthvað er óljóst.


Með bestu kveðju,

María Pálmadóttir, skólastjóri.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is