Skólasetning 25. ágúst

20.8.2020

Skólasetning verður á sal skólans sem hér segir þriðjudaginn 25. ágúst.

· Kl. 8:30 2. og 3. bekkur

· Kl. 9:00 4. og 5. bekkur

· Kl. 9:30 6. og 7. bekkur

· Kl. 10:00 8. bekkur

· Kl. 10:30 9. og 10. bekkur

Vinsamlegast athugið að í þetta sinn verða skólasetningar án forráðamanna. Á þessu er þó sú undantekning að einum forráðamanni er heimilt að mæta á skólasetningu með þeim nemendum sem hefja skólagöngu sína í Setbergsskóla nú í haust og með nemendum í Bergi, sem er sérdeild skólans. Aðrir geta því miður ekki mætt á skólasetningu þetta haustið.

Fyrirkomulag skólasetningar er á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Gera má ráð fyrir að nemendur í 2. – 3. bekk séu í skólanum í 60 mínútur á skólasetningardegi, aðrir eru skemur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. – 10. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.

Foreldraviðtöl verða hjá 1. bekk dagana 25. og 26. ágúst með einum forráðamanni. Skólasetning hjá 1. bekk verður fimmtudaginn 27. ágúst á sal skólans og hefst kl. 8:30. Einn forráðamaður má fylgja barni sínu. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur og hvetjum ykkur til að vera í sambandi við okkur eftir því sem þörf er á.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is