Skólasetning 22. ágúst

10.8.2018

Skólasetning verður á sal skólans sem hér segir miðvikudaginn 22. ágúst:

  • 8:30: 2. og 3. bekkur
  • 9:00: 4. og 5. bekkur
  • 9:30: 6. og 7. bekkur
  • 10:00: 8. bekkur
  • 10:30: 9. og 10. bekkur

Fyrirkomulag skólasetningar er á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Gera má ráð fyrir að nemendur í 2. – 10. bekk séu í skólanum í 40 – 60 mínútur á skólasetningardegi. Foreldrar eru velkomnir með nemendum á skólasetningu. 

Nemendur í 2. – 10. bekk mæta í skólann samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Skólasetning á sal fyrir 1. bekk er þann 24. ágúst.

Starf 1. bekkja hefst með foreldraviðtölum dagana 22. og 23. ágúst þar sem nemendur koma með foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn.

Skólastarf hefst síðan föstudaginn 24. ágúst kl. 8:30   Þann dag mæta börnin á sal skólans þar sem skólastjóri ræðir stuttlega við allan hópinn áður en þau fara í stofurnar með umsjónarkennurum sínum.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is