Skemmtileg smáforrit við kennslu

8.3.2018

Í Setbergsskóla tökum tækninni fagnandi og erum byrjuð að nýta okkur spjöld og smáforrit í kennslu. Eitt af því nýjasta hjá okkur er smáforritið OSMO sem nýtist á spjaldi með fylgihlutum. Nemendur geta reiknað, stafað, litað og leyst hinar ýmsu þrautir með OSMO og virðast möguleikarni endalausir með þessu skemmtilega smáforriti.

Í Sólbergi, sem er hluti af sérdeildinni hjá okkur, voru Hanna og Haraldur að æfa sig að reikna og teikna með OSMO í morgun og það var greinilega mjög gaman hjá þeim.

28829149_10156131660760135_1714977668_n

Þeir sem vilja kynna sér smáforritið betur, er bent á heimasíðuna hjá þeim: https://www.playosmo.com/en-gb/


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is