Setbergsskóli sigraði Veistu Svarið!

2.3.2018

Veistu svarið er spurningakeppni sem haldin hefur verið í grunnskólum Hafnarfjarðar síðastliðnu ár. Þar keppa skólar sín á milli um bikarinn sem var síðast í okkar höndum árið 2010.

Miðvikudaginn 28. febrúar fór fram lokaumferð í Veistu Svarið og var keppnin á milli Setbergsskóla og Víðistaðaskóla. Fyrir hönd Setbergsskóla kepptu Eiríkur Kúld Viktorsson, Svanberg Addi Stefánsson og Eydís Lilja Guðlaugsdóttir. Keppnisandinn var mikill í krökkum beggja liða og áttu þau harða baráttu sem endaði með sigri Setbergsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

SET1

Áfram Setbergsskóli! 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is